Category: Myndlist

Prufa

Traust

Sóló, dúó og kvartett endurvarp 

Unnur Óttarsdóttir
2019
Plexigler, stálstoðir, tússpennar, borð og bekkir

Leiðbeiningar:
Verkið er fyrir 1 – 4 þátttakendur í einu. 

Solo endurvarp.
Einn þáttakandi:
Teiknað á glerið; frjálst og/eða umhverfið sem sést í gegnum glerið

Duó endurvarp.
Tveir þátttakendur:
Sitjið andspænis hvort öðru. Annar teiknar frjálst og sá sem situr á móti fylgir eftir línunum hinu megin á glerinu. Skiptist er á. Sá sem fygldi línunum teiknar og sá sem er á móti (sem teiknaði áður) fylgir eftir línunum.

Kvartett endurvarp.
Fjórir þátttakendur:
Einn teiknar einfalda línuteikningu. Sá sem er á móti fylgir honum eftir hinum megin á glerinu. Sá sem situr við hlið teiknarans leitast við að gera eins eða svipaða mynd og sessunauturinn. Sá fjórði sem situr á móti fylgir eftir línum þess sem er á móti. 

Mót

Kaffistofan

Sjáið íslenska afrekslistamenn kljást við strigann og óvægna gagnrýni dómara í viðureign sem þú munt seint gleyma. Nemendur í sýningarstjórn etja saman tveimur úrvalsliðum ungra listamanna í æsispennandi leik sem reynir á úthald, styrk og frumleika. Viðburður sem á sér engan sinn líka. Missið ekki af listamönnum framtíðarinnar fara á kostum næsta föstudag kl. 20:00 í Kaffistofunni, Hverfisgötu 42.

Listamenn framtíðarinnar eru:

BLÁA LIÐIÐ

Unnur Óttarsdóttir
Ragnar Fjalar Lárusson
Friðrik Svanur Sigurðarson
Þjálfari bláa liðsins er Saga Garðarsdóttir

APPELSÍNUGULA LIÐIÐ

Gunnar Helgi Guðjónsson
Júlía Hermannsdóttir
Sigurlaug Gísladóttir
Þjálfari appelsínugula liðsins er Oddur Júlíusson

Hannes Óli Ágústsson lýsir leiknum

Sýningarstjórar eru:
Anna Guðlaug Jóhannsdóttir
Guðrún Tara Sveinsdóttir
Helga Arnbjörg Pálsdóttir
Linda Björk Hafsteinsdóttir
Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Una Björg Magnúsdóttir

Fossaganga Húsavík

Gangandi Myndlistarsýningar er hugmynd myndlistarkonunnar Unnar G. Óttarsdóttur og var fyrsti  gjörningurinn framin á Akureyri 2006. Sýningin var staðsett við sjóinn. 

Á árunum 2009-2010 var meðlimum í listamannahópnum Súpunni boðið að sýna eigin sjálfsmyndir í Gangandi Myndlistarsýningu. Sýningarrýmið var gönguleiðin frá Kaffistofunni á Hverfisgötunni í Reykjavík að SÍM húsinu í Hafnarstræti og leiðin frá Boxinu á Akureyri að kirkjunni og þaðan á Ráðhústorgið og til baka að Boxinu.

Af þessum gjörningum fæddist fossagangan sem var framin í Haffjarðará á Snæfellsnesi, á Akureyri og í Reykjavík. Þá hófst samstarf um Fossagöngu milli listakvennanna Unnar Óttarsdóttur og Dagrúnar Matthíasdóttur og fleirum boðið að sýna í Fossagöngunni á Akureyri. Sýningin gekk  á milli Mjólkurbúðarinnar og Hofs þar sem hún var færð á milli sýningarrýma og lauk í listagilinu á 150 ára afmælishátíð Akureyrarbæjar.

Sýningin útvíkkar þannig sýningarstaðina með gjörningi Fossagöngunnar sem framin er í formi Gangandi myndlistarsýningar. Gjörningurinn hefur farið þannig fram að verkin voru tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið var með þau um stræti og torg með ljósmyndara í fylgd sem skrásetti gjörninginn. Undir verkunum sem tekin voru niður voru önnur minni verk sem koma í ljós þegar stærri verkin eru tekin niður. Þá er sýningarrýmið aldrei autt á meðan Fossagangan fer út meðal fólksins. Í lok gjörningsins var verkunum komið fyrir aftur í sýningarrýminu. Skrásetning gjörningsins var einnig sýndur. Gjörningurinn Gangandi myndlistarsýning hafa þá hugmynd að leiðarljósi að listin nálgist og mæti almenningi.

Fossagangan brúar bilið milli málverksins, náttúru og samfélags með sýningu og gjörningi þar sem hugmyndin hefur það að leiðarljósi að nálgast og mæta almenningi á förnum vegi. Einskonar samtal milli listaverka, fólks og náttúru.

Gömlu meistararnir máluðu úti í náttúrunni. Bilið á milli manns og náttúru hefur breikkað. Verkin sem sýnd verða í Fossagöngunni hafa verið sýnd úti í náttúrunni og hefur Fossagangan þá hugmynd að leiðarljósi að maður, myndlist og náttúra mætist. Vatnið, mannsandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið verður í fossafylkingu um götur og torg

Fossaganga Ísafirði

Fossaganga

Listasafnið á Ísafirði / Gamla sjúkrahúsinu / 5. október – 9. nóvember 2013

Unnur Óttarsdóttir
Dagrún Matthíasdóttir

Myndlistasýningin Fossaganga opnar í Listasafni Ísafjarðar – Gamla Sjúkrahúsinu laugardaginn 5.október. Unnur Óttarsdóttir og Dagrún Matthíasdóttir sýna fossamálverk og fremja gjörninginn Fossagöngu sem er í formi Gangandi myndlistarsýningar. Málverkin verða tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið verður með þau um götur og torg Ísafjarðar sem eru mikilli nálægð við náttúruna. Sýningarstjóri og höfundur gjörningsins er Unnur Óttarsdóttir.

Vatnið, mannsandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið verður í fossafylkingu um Ísafjörð.

Fossaganga Edsvik Konsthall

Verk eftir Unni Guðrúnu Óttarsdóttur valin til þátttöku á haustsýningu Edviks Konsthall.

Sýningin er opin til 10. nóv 2013.

Í dómnefnd sátu Tomas Nanne Sandberg, Ronny Andersson og Ola Rören. Edvik Konsthall er sýningarstaður í Sollentuna, í nágrenni Stokkhólms sem leggur áherslu á sænska og alþjóðlega samtímamyndlist. 

Verkið Fossaganga samanstendur af olíumálverkum af fossum með grófri áferð og íslensku hrauni. Hluti af verkinu er gjörningur í formi gangandi myndlistarsýningar þar sem verkin eru tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið er með þau um náttúruna. Fossagangan hefur þá hugmynd að leiðarljósi að myndlistin nálgist og mæti almenningi í listasölum og á götum úti. 

Bilið á milli manns og náttúru hefur breikkað. Málverkin hafa verið sýnd úti í náttúrunni og hefur Fossagangan þá hugmynd að leiðarljósi að maður, myndlist og náttúra mætist. Vatnið, mannsandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið var í fossafylkingu um náttúruna.

https://www.lhi.is/news/unnur-gudrun-ottarsdottir-hostsalongen-i-edviks-kunsthall

Gangandi myndlistarsýning

Í verkinu Gangandi myndlistarsýning (2006), sýndi ég málverk undir berum himni, fjarri hefðbundnum sýningasal eða hvíta kubbnum sem virkar á suma sem óskiljanlegur fílabeinsturn. Hugmyndin var að færa myndlistina út og nær áhorfandanum og minnka þannig bilið á milli listar og almennings.  Málverkin fjölluðu um náin tengsl. Um var að ræða mynd sem ég málaði af mér og móður minni þar sem við mynduðum ánægjuleg tengsl og aðra mynd af mér og ömmusystur minni sem gætti mín þegar ég var barn og var mér kær. Markmiðið var að í verkinu gæti myndlistin og áhorfandinn átt í ánægjulegum, nánum tengslum líkt og tengslin sem fjallað er um í málverkunum. Ég leitaðist við að mynda nálægð á milli áhorfandans og myndlistarinnar m.a. með því að færa verkin út í umhverfi samfélagsins og almennings.

Þátttaka myndlistarmannsins í Gangandi myndlistarsýningu gerir myndirnar lifandi þar sem svo virðist sem málverkin hafi fætur sem hreyfa verkið á milli staða. Auðveldara gæti reynst fyrir suma áhorfendur að mynda þannig tengsl við „lifandi“ verk þar sem listamaðurinn er á staðnum í eigin persónu fremur en við málverk í sýningasal.

Í framhaldi af Gangandi myndlistarsýningu (2006) bauð ég nokkrum samstarfskonum mínum að taka þátt í samskonar verki eða Gangandi myndlistarsýningu (2009). Sú sýning fór þannig fram að sama dag sýndum við bæði í Kaffistofunni Nemendagalleríi Listaháskólans við Hverfisgötu og í SÍM salnum við Hafnarstræti. Á opnunardeginum gengum við á milli sýningastaðanna með sjálfsmyndir sem hver og ein hafði málað af sér. Þannig teygði sýningin sig á milli hefðbundinna sýningastaða og út til almennings sem horfði í mörgum tilfellum furðulostinn og með ánægjusvip á fimm miðaldra konur þramma með sjálfsmyndir niður Hverfisgötuna, inn Austurstræti, inn á Austurvöll þar sem mótmæli fóru fram og að lokum að SÍM sýningasalnum í Hafnarstræti. Viðbrögð fólksins gáfu þannig til kynna þátttöku þess. Seinna hitti ég einn af áhorfendunum sem sagðist hafa tengt gjörninginn við mexíkanska líkfylgd. Af þessum viðbrögðum dró ég þá ályktun að viðkomandi hefði tekið þátt í verkinu á opinn hátt.

Tilraunastofa Dunnu

Verkið Tilraunastofa Dunnu fjallar um ryþma og samspil
Dagrúnar og Unnar í sameiginlegu rýmisverki þar sem þær
vinna með litasamspil og form í endurvarpi. Verkið byggir á og
er framhald fyrri verka Unnar sem nefnast Endurvarp og fjalla
um myndun sjálfsmyndar með speglun í tengslum. Saman tjá
listakonurnar tilraunakennda sköpun sem þær endurspegla hvor
frá annari.

Myndlistakonurnar Dagrún Matthíasdóttir og Unnur Óttarsdóttir
hafa unnið og sýnt saman áður í gjörnaþáttökuverki og
málverkasýningum. Þær hafa báðar tekið þátt í fjölda
samsýninga hérlendis og erlendis, og einnig haldið þó nokkrar
einkasýningar.

Viðtal sem Halla Þórlaug Óskarsdóttir tók við Unni Óttarsdóttur og Dagrúnu Matthíasdóttur í Ríkisútvarpinu  í Víðsjá 13. febrúar 2017