Tag: ar-2008

Póstkona

Bæði póstur og póstmódernismi koma við sögu á sýningunni „Póstkona”. Í póstmódernismanum er oft vitnað í eldri verk og þau sett í nýtt samhengi. Hið gamla og hið nýja mætist og kallast á þar sem sígildum verkum og nýjum er skeytt saman. Voru konurnar sem sátu fyrir hjá klassískum listmálurum fyrir nokkur hundruð árum e.t.v. sáttari við líkama sinn en við nútímakonurnar sem margar viljum vera svo grannar að við næstum hverfum?

Verkin á sýningunni voru send með pósti sem er ein leið til að senda skilaboð á milli manna. Nú á tímum hefur veraldarvefurinn opnað ótal leiðir til samskipta. Hvaða áhrif hefur netið á tengsl okkar hvert við annað og eigin líkama.