Fossaganga Ísafirði

Fossaganga

Listasafnið á Ísafirði / Gamla sjúkrahúsinu / 5. október – 9. nóvember 2013

Unnur Óttarsdóttir
Dagrún Matthíasdóttir

Myndlistasýningin Fossaganga opnar í Listasafni Ísafjarðar – Gamla Sjúkrahúsinu laugardaginn 5.október. Unnur Óttarsdóttir og Dagrún Matthíasdóttir sýna fossamálverk og fremja gjörninginn Fossagöngu sem er í formi Gangandi myndlistarsýningar. Málverkin verða tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið verður með þau um götur og torg Ísafjarðar sem eru mikilli nálægð við náttúruna. Sýningarstjóri og höfundur gjörningsins er Unnur Óttarsdóttir.

Vatnið, mannsandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið verður í fossafylkingu um Ísafjörð.