Fossaganga Húsavík
20 febrúar 2019

Gangandi
Myndlistarsýningar er hugmynd myndlistarkonunnar Unnar G. Óttarsdóttur og var
fyrsti  gjörningurinn framin á Akureyri
2006. Sýningin var staðsett við sjóinn. 

Á árunum
2009-2010 var meðlimum í listamannahópnum Súpunni boðið að sýna eigin sjálfsmyndir
í Gangandi Myndlistarsýningu. Sýningarrýmið var gönguleiðin frá Kaffistofunni á
Hverfisgötunni í Reykjavík að SÍM húsinu í Hafnarstræti og leiðin frá Boxinu á
Akureyri að kirkjunni og þaðan á Ráðhústorgið og til baka að Boxinu.

Af þessum
gjörningum fæddist fossagangan sem var framin í Haffjarðará á Snæfellsnesi, á
Akureyri og í Reykjavík. Þá hófst samstarf um Fossagöngu milli listakvennanna
Unnar Óttarsdóttur og Dagrúnar Matthíasdóttur og fleirum boðið að sýna í
Fossagöngunni á Akureyri. Sýningin gekk 
á milli Mjólkurbúðarinnar og Hofs þar sem hún var færð á milli
sýningarrýma og lauk í listagilinu á 150 ára afmælishátíð Akureyrarbæjar.

Sýningin
útvíkkar þannig sýningarstaðina með gjörningi Fossagöngunnar sem framin er í
formi Gangandi myndlistarsýningar. Gjörningurinn hefur farið þannig fram að
verkin voru tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið var með þau um
stræti og torg með ljósmyndara í fylgd sem skrásetti gjörninginn. Undir
verkunum sem tekin voru niður voru önnur minni verk sem koma í ljós þegar
stærri verkin eru tekin niður. Þá er sýningarrýmið aldrei autt á meðan
Fossagangan fer út meðal fólksins. Í lok gjörningsins var verkunum komið fyrir
aftur í sýningarrýminu. Skrásetning gjörningsins var einnig sýndur.
Gjörningurinn Gangandi myndlistarsýning hafa þá hugmynd að leiðarljósi að
listin nálgist og mæti almenningi.

Fossagangan
brúar bilið milli málverksins, náttúru og samfélags með sýningu og gjörningi
þar sem hugmyndin hefur það að leiðarljósi að nálgast og mæta almenningi á
förnum vegi. Einskonar samtal milli listaverka, fólks og náttúru.

Gömlu meistararnir máluðu úti í náttúrunni. Bilið á milli manns og
náttúru hefur breikkað. Verkin sem sýnd verða í Fossagöngunni hafa verið sýnd
úti í náttúrunni og hefur Fossagangan þá hugmynd að leiðarljósi að maður,
myndlist og náttúra mætist.

Vatnið, mannsandinn og tjáning manna á meðal fossar
áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt
síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður
til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið verður í fossafylkingu um götur
og torg