Mót

Kaffistofan

Sjáið íslenska afrekslistamenn kljást við strigann og óvægna gagnrýni dómara í viðureign sem þú munt seint gleyma. Nemendur í sýningarstjórn etja saman tveimur úrvalsliðum ungra listamanna í æsispennandi leik sem reynir á úthald, styrk og frumleika. Viðburður sem á sér engan sinn líka. Missið ekki af listamönnum framtíðarinnar fara á kostum næsta föstudag kl. 20:00 í Kaffistofunni, Hverfisgötu 42.

Listamenn framtíðarinnar eru:

BLÁA LIÐIÐ

Unnur Óttarsdóttir
Ragnar Fjalar Lárusson
Friðrik Svanur Sigurðarson
Þjálfari bláa liðsins er Saga Garðarsdóttir

APPELSÍNUGULA LIÐIÐ

Gunnar Helgi Guðjónsson
Júlía Hermannsdóttir
Sigurlaug Gísladóttir
Þjálfari appelsínugula liðsins er Oddur Júlíusson

Hannes Óli Ágústsson lýsir leiknum

Sýningarstjórar eru:
Anna Guðlaug Jóhannsdóttir
Guðrún Tara Sveinsdóttir
Helga Arnbjörg Pálsdóttir
Linda Björk Hafsteinsdóttir
Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Una Björg Magnúsdóttir