Tag: Einkasýning

Bókalíf

Heimurinn með mismunandi gleraugum, 2006. Plexigler.
Sagan endalausa, 2006. Þrjár bækur.
Sambönd, 2006. Plötulopi.
Að kæðsast bók, 2006. Akríl á glærur.
Saband, 2006. Pappír, þræðir.

Bókalíf, 2007

Bækur skipa ákveðinn sess í hugum okkar flestra. Bækur eru oftast lesnar í ákveðinni röð blaðsíðu fyrir blaðsíðu og línu fyrir línu. Við gerum ráð fyrir að í bókunum sé að einhverju leyti rökrétt hugsun tjáð með orðum. Bækur eru yfirleitt settar fram á fremur formfastan hátt og bundnar inn hefðbundið með kjöl og kápu.

Þegar talað er um læsi þá er oftast vísað til lestrar á letri. Þó hefur einnig verið fjallað um tilfinninga- og myndlæsi. Má segja Bókalíf feli í sér tilfinninga- og myndlæsi. Á sýningunni eru bækur glæddar lífi með því að brjóta upp hið hefðbundna bókaform en á sama tíma er leitast við að vekja hughrif svipuð og framkallast við hefðbundinn bókalestur. Heimilt að handfjatla og „lesa” bækurnar á sýningunni. 

Sýningarstjóri er Kristinn Harðarson.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1143360/
https://www.visir.is/g/2007103140096/ad-klaedast-bok
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1132854/

Póstkona

Bæði póstur og póstmódernismi koma við sögu á sýningunni „Póstkona”. Í póstmódernismanum er oft vitnað í eldri verk og þau sett í nýtt samhengi. Hið gamla og hið nýja mætist og kallast á þar sem sígildum verkum og nýjum er skeytt saman. Voru konurnar sem sátu fyrir hjá klassískum listmálurum fyrir nokkur hundruð árum e.t.v. sáttari við líkama sinn en við nútímakonurnar sem margar viljum vera svo grannar að við næstum hverfum?

Verkin á sýningunni voru send með pósti sem er ein leið til að senda skilaboð á milli manna. Nú á tímum hefur veraldarvefurinn opnað ótal leiðir til samskipta. Hvaða áhrif hefur netið á tengsl okkar hvert við annað og eigin líkama.

Gangandi myndlistarsýning

Í verkinu Gangandi myndlistarsýning (2006), sýndi ég málverk undir berum himni, fjarri hefðbundnum sýningasal eða hvíta kubbnum sem virkar á suma sem óskiljanlegur fílabeinsturn. Hugmyndin var að færa myndlistina út og nær áhorfandanum og minnka þannig bilið á milli listar og almennings.  Málverkin fjölluðu um náin tengsl. Um var að ræða mynd sem ég málaði af mér og móður minni þar sem við mynduðum ánægjuleg tengsl og aðra mynd af mér og ömmusystur minni sem gætti mín þegar ég var barn og var mér kær. Markmiðið var að í verkinu gæti myndlistin og áhorfandinn átt í ánægjulegum, nánum tengslum líkt og tengslin sem fjallað er um í málverkunum. Ég leitaðist við að mynda nálægð á milli áhorfandans og myndlistarinnar m.a. með því að færa verkin út í umhverfi samfélagsins og almennings.

Þátttaka myndlistarmannsins í Gangandi myndlistarsýningu gerir myndirnar lifandi þar sem svo virðist sem málverkin hafi fætur sem hreyfa verkið á milli staða. Auðveldara gæti reynst fyrir suma áhorfendur að mynda þannig tengsl við „lifandi“ verk þar sem listamaðurinn er á staðnum í eigin persónu fremur en við málverk í sýningasal.

Í framhaldi af Gangandi myndlistarsýningu (2006) bauð ég nokkrum samstarfskonum mínum að taka þátt í samskonar verki eða Gangandi myndlistarsýningu (2009). Sú sýning fór þannig fram að sama dag sýndum við bæði í Kaffistofunni Nemendagalleríi Listaháskólans við Hverfisgötu og í SÍM salnum við Hafnarstræti. Á opnunardeginum gengum við á milli sýningastaðanna með sjálfsmyndir sem hver og ein hafði málað af sér. Þannig teygði sýningin sig á milli hefðbundinna sýningastaða og út til almennings sem horfði í mörgum tilfellum furðulostinn og með ánægjusvip á fimm miðaldra konur þramma með sjálfsmyndir niður Hverfisgötuna, inn Austurstræti, inn á Austurvöll þar sem mótmæli fóru fram og að lokum að SÍM sýningasalnum í Hafnarstræti. Viðbrögð fólksins gáfu þannig til kynna þátttöku þess. Seinna hitti ég einn af áhorfendunum sem sagðist hafa tengt gjörninginn við mexíkanska líkfylgd. Af þessum viðbrögðum dró ég þá ályktun að viðkomandi hefði tekið þátt í verkinu á opinn hátt.

Fossaganga Akureyri

Á sýningunni Fossaganga voru sýnd olíumálverk af fossum með grófri áferð og íslensku hrauni. Hluti af sýningunni var gjörningur í formi Gangandi myndlistarsýningar þar sem verkin voru tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið var með þau um götur og torg Akureyrar. Fossagangan hefur þá hugmynd að leiðarljósi að myndlistin nálgist og mæti almenningi í listasölum og á götum úti.

Bilið á milli manns og náttúru hefur breikkað. Verkin sem sýnd eru í Fossagöngunni hafa verið sýnd úti í náttúrunni og hefur Fossagangan þá hugmynd að leiðarljósi að maður, myndlist og náttúra mætist. Á sýningunni var myndband sem sýndi verkin á ferðalagi úti í náttúrunni.

Vatnið, mansandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið var í fossafylkingu um Akureyri.