Category: Myndlist

Prufa

Ár í listheimum

Sýningin byggir á ferðum um listasenu Íslands. Verkefnið byggist á rannsóknarferðum sem voru skrásettar í myndum. Myndlistarmennirnir Rán Jónsdóttir og Unnur Óttarsdóttir spegla sig í hvor annarri sem og myndlistarmönnum samtímans. Listamennirnir unnu verkin á sýningunni í samvinnu.

Unnur og Rán stofnuðu Myndlistarfélagið Bergmann Skagfjörð árið 2014.

Fjögur málverk, það telst ekki mikið á einni listsýningu. Raunar hugleiða listakonurnar enn hvort þau verði ekki nema þrjú. Hér er ekki aðeins um að ræða að þeim sé ólokið heldur fremur hitt að þau eru enn að birtast, ekki aðeins sem áþreifanlegir hlutir heldur sem hugsun. Og verkin sjálf búa yfir þessum sérstaka eiginleika sem er ekki til út af fyrir sig en birtist í heildinni. Á síðustu öld hefði einhver talað um „verðandi“ – um að margrætt eðli hlutarins birtist um leið og hluturinn er búinn til úr efninu. Hvert er nú eðli þessara verka og hvað segja þau okkur um samband höfunda sinna við umhverfið?

Öll málverkin sýna þekkt kennileiti úr íslenskum listheimi. Ef við skoðum þau í tímaröð þá er fyrst „Sumarnótt, lómar við Þjórsá“ eftir Jón Stefánsson frá 1929 – málað áður en Ísland varð sjálfstætt lýðveldi: kaldranalegt landslag og tveir fuglar sem gætu verið hvað sem er. Tómt. Auður strigi með einhverri náttúru skrifaða á. Síðan koma þrjú málverk sem sýna lifandi Íslendinga. Það er eins og þeir séu nýkomnir, eiginlega ekki komnir en á leiðinni, á leiðinni að finna sér stað, finna sér viðfangsefni. Tveir brautryðjendur íslenskrar listar, Magnús Pálsson og Kristján Guðmundsson, sem báðir hafa verið fulltrúar Íslands á Feneyja-tvíæringnum, eru fulltrúar breytinga sem áttu sér stað í öllum heiminum á síðari hluta 20. aldar, áköf og örvæntingarfull leit að nýrri sjálfsmynd í heimi þar sem gömul landamæri höfðu verið dregin upp á nýtt á nýjum stöðum. Þessi þróun var sérstaklega knýjandi viðfangsefni fyrir Íslendinga sem mála sjálfsmynd sína yfir auða strigann sem Jón Stefánsson skildi eftir. Hetjur konseptlistar á Íslandi eru því fulltrúar þess umhverfis þar sem nútímalistamenn, eins og Unnur Óttarsdóttir og Rán Jónsdóttir, þurfa að finna sína sjálfsmynd – það er heimur mynda, eftirmynda og afmyndunar, sannar eða falskar, það eru myndir í fjölmiðlum og ljósmyndir og það er listin þar sem hugmynd skiptir meira máli en mynd.

Sýningin sem hér má sjá liggur á milli póstkorta Kristjáns, „Tourist poem“ frá 2015 um land sem enginn virðist hafa stigið fæti á, og mannauðrar landslagsmyndar Jóns Stefánssonar. Hún býður áhorfandanum að hugsa um eðli þess að vera Íslendingur. Það er eitthvað sem er breitt yfir stað með sterka ímynd þó að hún sé auð og tóm eins og póstkortin eða Sumarnóttin. Þessi fjögur málverk, eða kannski þrjú, sýna fram á hvað eru mörg lög af tilvísunum og nýjum sjálfsmyndum í allri listframleiðslu á 21. öld og þá kannski sérstaklega í list sem búin er til á stað sem enn er að koma í ljós og birtast eins og Ísland nútímans.

Prófessor Michael Biggs fagurfræðingur
Íslensk þýðing Skúli Pálsson

Tenglar

https://www.mbl.is/

https://sim.is/

 

Fossaganga Akureyri

Á sýningunni Fossaganga voru sýnd olíumálverk af fossum með grófri áferð og íslensku hrauni. Hluti af sýningunni var gjörningur í formi Gangandi myndlistarsýningar þar sem verkin voru tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið var með þau um götur og torg Akureyrar. Fossagangan hefur þá hugmynd að leiðarljósi að myndlistin nálgist og mæti almenningi í listasölum og á götum úti.

Bilið á milli manns og náttúru hefur breikkað. Verkin sem sýnd eru í Fossagöngunni hafa verið sýnd úti í náttúrunni og hefur Fossagangan þá hugmynd að leiðarljósi að maður, myndlist og náttúra mætist. Á sýningunni var myndband sem sýndi verkin á ferðalagi úti í náttúrunni.

Vatnið, mansandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið var í fossafylkingu um Akureyri.

1 2