Tilraunastofa Dunnu


Verkið Tilraunastofa Dunnu fjallar um ryþma og samspil
Dagrúnar og Unnar í sameiginlegu rýmisverki þar sem þær
vinna með litasamspil og form í endurvarpi. Verkið byggir á og
er framhald fyrri verka Unnar sem nefnast Endurvarp og fjalla
um myndun sjálfsmyndar með speglun í tengslum. Saman tjá
listakonurnar tilraunakennda sköpun sem þær endurspegla hvor
frá annari.
Myndlistakonurnar Dagrún Matthíasdóttir og Unnur Óttarsdóttir
hafa unnið og sýnt saman áður í gjörnaþáttökuverki og
málverkasýningum. Þær hafa báðar tekið þátt í fjölda
samsýninga hérlendis og erlendis, og einnig haldið þó nokkrar
einkasýningar.
Viðtal sem Halla Þórlaug Óskarsdóttir tók við Unni Óttarsdóttur og Dagrúnu Matthíasdóttur í Ríkisútvarpinu í Víðsjá 13. febrúar 2017