Bókalíf
















Bókalíf, 2007
Bækur skipa ákveðinn sess í hugum okkar flestra. Bækur eru oftast lesnar í ákveðinni röð blaðsíðu fyrir blaðsíðu og línu fyrir línu. Við gerum ráð fyrir að í bókunum sé að einhverju leyti rökrétt hugsun tjáð með orðum. Bækur eru yfirleitt settar fram á fremur formfastan hátt og bundnar inn hefðbundið með kjöl og kápu.
Þegar talað er um læsi þá er oftast vísað til lestrar á letri. Þó hefur einnig verið fjallað um tilfinninga- og myndlæsi. Má segja Bókalíf feli í sér tilfinninga- og myndlæsi. Á sýningunni eru bækur glæddar lífi með því að brjóta upp hið hefðbundna bókaform en á sama tíma er leitast við að vekja hughrif svipuð og framkallast við hefðbundinn bókalestur. Heimilt að handfjatla og „lesa” bækurnar á sýningunni.
Sýningarstjóri er Kristinn Harðarson.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1143360/
https://www.visir.is/g/2007103140096/ad-klaedast-bok
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1132854/