Heimilis – leysis – umhyggja

Verkið Heimilis – leysis – umhyggja er á sýningunni Terceira Margem í Casa do Campo Pequeno í Porto, Portúgal 22.-30. júní 2024.

Ekkert heimili, ekkert öryggi. Svefn án verndar. Falla óvarinn í undirmeðvitundina í svefninum. Hlaupa um að leita að stað til að sofa á og mat til að nærast. Leita að hlýju í svefnpokanum í gegnum kalda nóttina. Ofbeldis heimili er líka óöruggt. Varnarlaus börn bíða þar til bardagarnir líða hjá. Líkaminn er heimili. Hvað gerist þegar líkaminn verður óöruggur vegna minninga sem gera árás innan frá? Enginn er heima í líkamanum.

Verkið Heimilis – leysis – umhyggja leitast við að beina athyglinni að högum heimilislausra og löngun til að hjálpa til við að bæta ástandið en hafa ekki möguleika á því. Að gera sér grein fyrir því að skilvirkasta aðstoðin er að hjálpa heimilislausum að öðlast tilfinningu fyrir sjálfinu til að geta hjálpað sjálfum sér. Að lenda á blindgötu, og átta sig á skorti á úrræðum fyrir heimilislausa til að breyta aðstæðum sínum og skorti á möguleikum fyrir þá sem vilja veita slíka aðstoð. Þegar allt annað bregst gæti umhyggja og sköpunargleði stuðlað að skrefi fram á við.

Verkefnið Heimilis – leysis – umhyggja samanstendur af hlutum sem tilheyra heimili. Rúm, stóll og gardínur, sem innihalda textílmálverk. Verkið er sýnt í húsi sem eitt sinni var heimili en er það ekki lengur. Gluggatjöldin sveigjast niður á gólf og vísa til þess hvernig heimilislausir setja stundum teppi sín upp við húsveggi. Stóllinn er hvíldarstaður. Rúmið er með innrauðum svefnpoka og á ákveðnum tímum er áhorfendum boðið að umvefjast hlýjunni pokanum til að slaka á og sofa. Þessir hlutir vísa til umhyggju, sköpunar og fegurðar, sem gæti auðveldað skref fram á við. Með þeim hætti gæti gatan orðið heimili á milli húsa.

Á sýningunni eru verk eftir eftirfarandi listamenn: Cristiana Macedo / Diego Xavier / Eduardo Brito / Felipe Argiles / Flor de Ceres Rabaçal / Lina de Albuquerque / Manuel Santos / Rodrigo Queirós / Tatiana Móes / Tobias Gaede / Unnur Óttarsdóttir.

Sýningarstjóri: Prófessor Miguel Leal

Sjá meira

Að klæðst umhyggju

Líkaminn er heimili en oft er hann þó framandi fyrir íbúann. Hann er með bak-, fram-, efri- og neðri hluta, með umhverfinu allt í kring. Föt eru oftast næst líkamanum. Áföll og streita hafa tilhneigingu til að rífa orku líkamans í sundur og gera hana ókunnuga sem getur meðal annars valdið daufdumbri tungu. Mismunandi hlutar hafa andstæður sem geta verið hlýir og kaldir, nálægt og fjarlægir, bláir og rauðir. Umhyggja og speglun halda brotum saman – og eru þeir eiginleikar hluti af líminu sem setja brotin saman. Að klæðst umhyggju er þátttöku textílverk til að umlykja tætta líkams orkuna svo hún geti orðið heilsteypt á ný.

Verkið Að klæðst umhyggju var á sýningunni Língua Surda í FBAUP Safninu in Porto, Portúgal 21-29 Febrúar 2024. Á sýningunni voru verk eftir eftirfarandi listamenn: Cristiana Macedo / Diego Xavier / Eduardo Brito / Felipe Argiles / Flor de Ceres Rabaçal / Lina de Albuquerque / Manuel Santos / Rodrigo Queirós / Tatiana Móes / Tobias Gaede / Unnur Óttarsdóttir.

Sýningarstjóri: Prófessor Miguel Leal

Sjá meira

Listamannaspjall – SAMTVINNA

Í listamannaspjallinu fjallar Unnur Óttarsdóttir myndlistarmaður um málverk, ljósmynda- og hljóðverk á sýningunni Samtvinna.

Sjá meira

Samtvinna

Unnur Óttarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Samtvinna fimmtudaginn 24. ágúst, 2023 kl. 17 í Gallerí Gróttu Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. Sýningin stendur yfir til 16. september.

Sjá meira

Minni – sýning í Sal íslenskrar grafíkur 16. – 24. janúar 2021

Unnur Óttarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Minni laugardaginn 16. janúar, 2021 kl. 14 í Sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17,

Sjá meira