Unnur Óttarsdóttir
Unnur Óttarsdóttir (1962) lauk MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2015. Hún hlaut doktorsgráðu í listmeðferð frá University of Hertfordshire árið 2006. Í listaverkum sínum hefur Unnur unnið með margvíslega miðla, svo sem málverk, prent, spegla, innsetningar, gjörninga og þátttöku áhorfenda. Listaverk hennar hafa verið sýnd í sam- og einkasýningum í ýmsum galleríum og söfnum á Íslandi og á alþjóðavettvangi, þar á meðal í: Listasafninu á Akureyri, Listasafninu á Ísafirði, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Færeyja, Edsvik Kunstall í Stokkhólmi og Lorgo das Artes í Brasilíu. Unnur hefur starfað við listmeðferð í 30 ár og hefur hún kennt fagið við Háskólann á Akureyri, Listaháskóla Íslands, Hertfordshire háskóla í Englandi og hjá Félagi listmeðferðarfræðinga í Rúmeníu. Unnur hefur flutt fyrirlestra, gefið út ritrýnda bókarkafla og greinar um listmeðferð á alþjóðavettvangi.