Að klæðst umhyggju
Líkaminn er heimili en oft er hann þó framandi fyrir íbúann. Hann er með bak-, fram-, efri- og neðri hluta, með umhverfinu allt í kring. Föt eru oftast næst líkamanum. Áföll og streita hafa tilhneigingu til að rífa orku líkamans í sundur og gera hana ókunnuga sem getur meðal annars valdið daufdumbri tungu. Mismunandi hlutar hafa andstæður sem geta verið hlýir og kaldir, nálægt og fjarlægir, bláir og rauðir. Umhyggja og speglun halda brotum saman – og eru þeir eiginleikar hluti af líminu sem setja brotin saman. Að klæðst umhyggju er þátttöku textílverk til að umlykja tætta líkams orkuna svo hún geti orðið heilsteypt á ný.
Verkið Að klæðst umhyggju var á sýningunni Língua Surda í FBAUP Safninu in Porto, Portúgal 21-29 Febrúar 2024. Á sýningunni voru verk eftir eftirfarandi listamenn: Cristiana Macedo / Diego Xavier / Eduardo Brito / Felipe Argiles / Flor de Ceres Rabaçal / Lina de Albuquerque / Manuel Santos / Rodrigo Queirós / Tatiana Móes / Tobias Gaede / Unnur Óttarsdóttir.
Sýningarstjóri: Prófessor Miguel Leal