Tag: ar-2021

Minni

Unnur Óttarsdóttir opnaði myndlistarsýninguna Minni laugardaginn 16. janúar 2020 í Sal íslenskrar grafíkur.

Á sýningunni var fjallað um minni, minningar og hversu brotakennt, óhlutbundið og óyrt minni getur verið. Margbreytileiki minnisins er yrkisefni sýningarinnar, svo sem tilfinningaminni, reynsluminni, staðsetningarminni, lyktarminni, sjónrænt minni, skynminni, orðaminni, óljóst minni, óminni og gleymska. Með málverkum, ljósmyndum, vídeói og prentverki var ljósi beint að eðli minnisins og hve órætt það getur verið. Tilfinningaminni flæðir í litum og formum. Ljósmyndir geyma minningar og segja sögur. Lífssaga er sögð í listaverkunum.

Á sýningartímanum var boðið upp á fríar vinnustofur þar sem unnið var með minni og minningar með því að skoða listaverk, gera minnisæfingar, fræðast, taka þátt í listsköpun og með samtali.

Minni. Unnur Óttarsdóttir, 2020. (Ljósmynd Óttar Yngvason).